iPad helstu aðgerðir og úrval appa þar sem unnið er með eigin myndir, texta og tal.

Lokað fyrir skráningu

  • Staðsetning: TMF Tölvumiðstöð
  • Dagsetning: 27. september 2022
  • Tími: 13:00 - 16:00
  • Verð: 12.000 kr.
  • Bókunartímabil: 1. september 2022 - 26. september 2022
  • Nánar:

    Valin öpp sem henta vel í skapandi vinnu, málörvun, skipulagningu og í námi, leik og þjálfun Nánar 

Í smáforritum sem bjóða upp á auðar síður til að setja inn myndir, myndbönd, teikningar, texta, tal eru möguleikar til sköpunar nánast ótakmarkaðir. Hægt er að búa til frásagnir, æfa lestur og ritun, búa til félagsfærnisögur, dagskrá, skilaboð, bækur tengt námi eða öðru, lítil ævintýri, málörvunarverkefni svo eitthvað sé nefnt og allt aðlagað að þörfum og áhuga hvers og eins. Þátttakendur koma með iPad þar sem búið er hlaða inn öppunum sem eru á myndinni í það minnsta þeim sem eru frí. Getur bæst við öppin en farið er í BookCreator, Bitsboard pro, LittleStoryCrator, Story Creator, Fotokalemdern og einhver fleiri. Á námskeiðinu vinnum við saman í öppunum, skiptumst á skoðunum og reynslu og miðlum góðum hugmyndum. Þátttakendur fá leiðbeiningar á íslensku með öppunum. Á námskeiðinu vinnum við saman í nokkrum smáforritum, skiptumst á skoðunum og reynslu og miðlum góðum hugmyndum. Sjá mynd af öppum sem unnið er í á námskeiðinu. ATH Ef annar aðili á að greiða fyrir námskeið sem ekki gefur kost á að greiða námskeið fyrirfram (s.s sveitarfélög og stofnanir) þarf að senda tilkynningu um það til sigrun@tmf.is. Þá er sendur út greiðsluseðill eftir námskeið. Minnum á að hægt er að sækja um endugreiðslu til stéttarfélaga vegna námskeiða hjá TMF.

Lokað fyrir skráningu