Spjaldtölvur

Notendaviðmót spjaldtölva er aðgengilegt og hentar mörgum mjög vel. Það að nota fingurinn til að ferðast um skjáinn, vinna og leika í smáforritum (app) í stað þess að nota mús og utanáliggjandi lyklaborð er lausn sem hugnast mörgum afar vel.

Vinsælustu stýrikerfin í spjaldtölvum og snjallsímum eru iOS stýrikerfið fyrir Apple vörur, iPad og aðrar ivörur og Android stýrikerfið fyrir spjaldtölvur og snjallsíma. Einnig er komnar á markað Windows spjaldtölvur sem keyra windows forrit.

Mismunandi stillingar eru í boði og þarf að skoða vel hvað hentar hverjum og einum. Einnig er hægt að fá töskur, hlífar og standa  fyrir vélarnar.

Flestar spjaldtölvur (stýrikerfi) bjóða upp á ýmsa aðlögun og stillingar.