Forrit og öpp til að búa til myndrænt efni - Talgervlar á íslensku sem fylgja með forritum og vefsíðum

Töflur með myndum og texta. Texti verður tal.

Forrit til að búa til töflur.Frí forrit og öpp til að búa til myndrænt efni til skipulagningar og boðskipta.
Unnið í nokkrum fríum forritum á netinu sem bjóða upp á að búa til töflur og annað myndrænt efni til útprentunar.  Líkt og margir þekkja frá Bordmaker forritinu. 

Skoðum nokkur frí (eða ódýr) skipulags öpp fyrir iPad.

Skoðum nýjar talgervlaraddir í Microsoft Edge vafranum og Microsoft Office 365. Einnig Read Aloud viðbótina í Chrome vafranum.

Skoðum hvernig má nota íslensku raddirnar í iPad.

Þátttakendur fá sendan lista yfir öppin og geta tekið með sér iPad eða valið að fylgjast með kynningunni.

Á  námskeiðinu er gert ráð fyrir að þátttakendur vinni í forritum á tölvu sem kynnt eru
fólk er því  beðið um að taka með sér fartölvu á námskeiðið.  Þeir sem ekki hafa tök á að taka með tölvu en  geta komið með iPad geta unnið verkefnin á iPad.

Þátttakendur fá íslenskan leiðarvísir með öllu efninu.

Hægt að óska eftir námskeiði. Lágmarksþáttaka eru fimm. Einnig hægt að fá námskeið út í skóla þar er eitt verð óháð fjölda. Netfang til að óska eftir námskeiði sigrun@tmf.is


Forrit og öpp til að búa til myndrænt efni

Ekkert námskeið í boði að svo stöddu.