Forrit og öpp til að búa til myndrænt efni

Töflur með myndum og texta

Forrit til að búa til töflur.Frí forrit og öpp til að búa til myndrænt efni til skipulagningar og boðskipta.
Unnið í nokkrum fríum forritum á netinu sem bjóða upp á að búa til töflur og annað myndrænt efni til útprentunar.  Líkt og margir þekkja frá Bordmaker forritinu. 

Nokkur frí eða ódýr öpp fyrir iPad verða einnig kynnt.
Þátttakendur fá sendan lista yfir öppin og geta tekið með sér iPad eða valið að fylgjast með kynningunni.

Á  námskeiðinu er gert ráð fyrir að þátttakendur vinni í forritum á tölvu sem kynnt eru
fólk er því  beðið um að taka með sér fartölvu á námskeiðið.  Þeir sem ekki hafa tök á að taka með tölvu og þurfa því lánstölvu eru beðnir um að láta vita á netfangið sigrun@tmf.is.

Þátttakendur fá íslenskan leiðarvísir með öllu efninu.

Næstu námskeið: 
- Þriðjudagur 21. nóv. kl. 10:00 - 12:00 Uppselt

- Miðvikudagur 22. nóv. kl. 14:00 - 16:00  Uppselt

- Miðvikudagur 29. nóv. kl. 14:00 - 16:00


Forrit og öpp til að búa til myndrænt efni

Heiti Dagsetningar Verð Staðsetning Skráning
Frí forrit og öpp til að búa til myndrænt efni til skipulagningar og boðskipta 5. feb. 2018 8.000 TMF Tölvumiðstöð Skrá
Frí forrit og öpp til að búa til myndrænt efni til skipulagningar og boðskipta 6. feb. 2018 8.000 TMF Tölvumiðstöð Skrá