Lesblinda, lestrarörðuleikar
Talgervlar í tölvum, raddinnsláttur og eyðufylling í skjöl.
Talgervill les upp allan texta sem er skrifaður eða birtist í tölvu. Forrit með talgervlum eru til á flestum tungumálum. Á Íslandi höfum við helst verið að nota forritið Ivona Reader með talgervla röddunum Karl og Dóru. Forritin er fyrir PC tölvur. Þegar búið er að hlaða niður Ivona með íslenskum talgervlaröddum í PC tölvu er hægt að kalla fram raddirnar í öðrum talgervla forritum.
Talgervlaraddir sem eru tiltækar á netinu og fylgja forritum eins og Microsoft hafa gert notkun þeirra mun aðgengilegri fyrir alla notendur þar sem þær fylgja frítt með Microsoft forritum og Microsoft Edge vafranum.
Íslensku talgervlaraddirnar Karl og Dóra koma í forritinu Ivona Reader.
Ivona Reader forrit með íslensku talgervils röddunum Karl og Dóru
Lánþegar Hlóðbókasafnsins fá Ivona Reader forritið frítt úthlutað aðrir geta keypt forritið hjá Blindrafélaginu sem er söluaðili. Nánari upplýsingar hjá Blindrafélaginu. TMF heldur námskeið í Ivona Reader forritinu. Þeir sem geta orðið lánþegar hjá Hljóðbókasafninu Allir þeir sem sannanlega geta ekki nýtt sér prentað mál t.d blindir, sjónskertir og lesblindir en ýmsar hamlanir og aðstæður geta þó veitt aðgang að safninu, til að mynda hreyfihömlun, geðfötlun, löng sjúkralega og þroskahömlun.
Microsoft 365 og íslensku raddirnar Guðrún og Gunnar
Aðgengilegt lestaumhverfi. Edge vafrinn. Talgervlaraddirnar Guðrún og Gunnar í ReadAloud í Edge og Office 365
Nýtt talgervilsapp Símarómur
fyrir Android síma kom á markað 2021 frá Grammatek
App fyrir Android stýrikerfið.
TTS Enine for IVONA Ivona talegervill með íslensku röddunum er frír í Play Store fyrir Android stýrikerfið.
Read Aloud sjá undir fræslumyndbönd

Raddinnsláttur á íslensku
Á vefnum Tíro er boðið upp á raddinnslátt undir Diktering. Síðan er hægt að afrita textann og flytja hann þangað sem óskað er.
Í Google skjölum er boðið upp á raddinnslátt á íslensku.
Eyðufylling í pdf skjöl/vinnubækur
Með Foxit Reader forritinu sem er PDF lesari er hægt að skrifa beint inn á PDF skjöl eins og t.d. vinnubækur
Að koma sér af stað í Foxit Reader, stuttur leiðarvísir.
Kami er viðbót í Chrome vafranum.
Einfalt og þægilegt verkfæri til að fylla inn í verkefnabækur. Til að fá afnot af
öllum verkfærunum eins og upplestur og upptöku þarf að kaupa aðgang.
Gagnlegar síður
Snjallvefjan gagnlegar lausnir kynntar.
Adgangforalle, ókeypis danskur talgervill. Les danskar síður og texta.
LesVefurinn um læsi og lestrarerfiðleika.
Norræni DVD diskurinn frá 2006 um lestrar-og ritstuðning.