Ráðgjöf

Á TMF er veitt einstaklingsmiðuð ráðgjöf. Þeir sem helst leita eftir ráðgjöf eru  foreldrar og fagaðilar úr öllum kerfum samfélagsins  s.s. öllum skólastigum, heimilum, stofnunum og félagasamtökum. Foreldrar, fagaðilar og aðrir sem leita eftir ráðgjöf vegna einstaklings geta komið í ráðgjöf án þess að taka einstaklinginn með, og efla þannig þekkingu sína til að vera betur í stakk búin til að mæta þörfum skjólstæðingsins.

Fullorðnir skjólstæðingar sem koma í ráðgjöf geta komið á eigin vegum eða með fagaðila eða aðra með sér.

Á TMF er leitast við að hafa þjónustuna sveigjanlega og sniðna að þörfum hvers og eins til þess að tryggja sem bestan árangur. Ráðgjöf fer í flestum tilvikum fram á TMF.  Ef metið er svo að betra sé að hitta einstaklinginn á heimavelli eða þar sem hann fæst við tölvuvinnu sína eða nám er brugðist við því og ráðgjöfin undirbúin í samræmi við það.