Að skrifa sig til læsis - ASL

Að skrifa sig til læsis, Å skrive seg til lesing (á lyklaborð)


Kennsluaðferð norska kennslufræðingsins Arne Trageton fyrir yngsta stig grunnskólans og leikskólann kynnt. Aðferðin hefur einnig verið notuð með nemendum á öllum aldri sem þurfa stuðning. Stuðst er við kennsluaðferðina í  fjölmörgum skólum á öllum hinum norðurlöndunum. Aðferin hefur verið skoðuð og rannsökuð af fræðimönnum  sérstaklega  í Svíþjóð en þar er aðferðin oft kölluð ASL.  Aðferðin hefur verið notuð í skólum í um 15 ár og hefur þróast á þeim tíma. Við reynum að  fylgjast vel með bæði í Svíþjóð og í Noregi og uppfærum kennslugögnin okkar í takt við nýjungar.

Það sem okkur á TMF Tölvumiðstöð finnst afar jákvætt er að aðferðin virðist minnka erfiðleika tengda lesblindu, hún hentar vel þeim sem eru með skerta fínhreyfingar eða eru seinir til, nemendur með ADHD og nemendur á einhverfurófi gagnast aðferðin einnig afar vel.

 Að skrifa á lyklaborð er tæki til málörvunar og leggur grunn að aukinni lestrar- og ritgleði.  Nemendur læra að nota upplýsingatæknina á jákvæðan hátt sem verkfæri í námi og leik.  Þau vinna með stafi og orð búa til frásagnir sem þau myndskreyta með eigin teikningum og miðla með öðrum. Þegar unnið er með leikskólabörnum er  öll vinna með stafi og orð er í leik og barnið ræður för.

Að nota tölvu til að læra að lesa má vel nota með öðrum kennsluaðferðum í skólum.

  • Skrifa og lesa í stað lesa og skrifa er kennsluaðferð  þar sem nemendur nota tölvu og eða spjaldtölvu til að læra stafina og skrifa út frá tali og læra um leið að lesa. Nemendurnir búa til bækur/hefti með stöfum, orðum og síðan sögum. Rík áhersla er lögð á miðlun bæði skriflega og munnlega. Myndmennt, lestur bóka og færni í upplýsingatækni í öllum fögum.

  • Kynntar verða ýmsar hugmyndir að verkefnum og sýndur búnaður og forrit sem nýtast  í ASL vinnu. Einnig verður farið í nokkur gagnleg smáforrit í iPad, nokkur smáforritana ganga einnig á Android vélar.

  • Kynnt hvernig nota má talgervla til að lesa upp texta sem nemendur skrifa sjálfir.

Að skrifa sig til læsis á tölvu (Å skrive seg til lesing).  Allt sem til þarf til í skólann er tölva með Word forritinu (eða annað textavinnsluforriti) og gaman að nota líka spjaldtölvur. Gott að hafa 3-4 tölvur í stofunni eða nota tölvuverið. Nemendur vinna mikið saman í pörum. Ekki nauðsynlegt að tengjast neti og tölvurnar geta verið gamlar! Einnig hægt að nota spjaldtölvur eins og iPad en þarf ekki að vera einn á mann.  Nauðsynlegt að komast í prentara en þarf ekki að prenta í lit nemendurnir myndskreyta textann sinn með eigin teikningum.

Markhópur námskeiðsins: starfsfólk skóla, foreldrar og aðrir áhugasamir.

Kennari Sigrún Jóhannsdóttir talmeinafræðingur

Hægt að óska eftir námskeiði. Lágmarksþáttaka eru fimm. Einnig hægt að fá námskeið út í skóla þar er eitt verð óháð fjölda. Netfang til að óska eftir námskeiði sigrun@tmf.is