Velferðartækni

Velferðatækni er heiti á tækni sem ætluð er að auka lífsgæði fólks.  Tæknin er notuð til að efla sjálfstæði, öryggi, andlega og jafnvel líkamlega færni.  Tæknin ein og sér gerir ekkert af þessu. Það þarf því að vanda vel til verka og byrja á að skoða hverjar þarfir hvers og eins eru og síðan skoða og prófa tækni. Finna þannig út hvort tækni og þá hvaða tækni hentar,  Orðið velferðartækni er nýtt heiti yfir búnað og tækni sem hefur verið notaður í áraraðir en einnig eru ný öpp og búnaður hannaður sérstaklega sem velferðatækni. Undir heitið velferðatækni geta fallið t.d. minnisbækur og skipulagslistar, lyfjaskammtarar, spjaldtölvur, öpp, gps búnaður, minnisklukkur, klósett með skol og þurrkun ogfl.

Tenglar íslenskur hópur á FB Velferðartækni

NVC- Norræn miðstöð um velferðartækni 

Útgefið efni innan velferðartækni undir NVC