Merki TMF

Merki (LOGO) TMF Tölvumiðstöðvar

Hugmyndin að talblöðrunni er sótt í þau samskipti og þá þjónustu sem TMF veitir. Talblaðran varð fyrir valinu frekar en t.d skjárinn þar sem tæknin er óútreiknanleg. Leturgerðin er nokkuð hvöss og vísar í tæknina en talblaðran ávöl og vísar í mannlega þáttinn.  Rauði liturinn á blöðrunni vísar í bjartsýni og áræðni.

Hönnuður merkis er Búi Bjarmar Aðalsteinsson vöruhönnuður.