Lyklaborð

Búnaður sem komið getur í stað hefðbundins lyklaborðs tölvu

Gott yfirlit yfir lyklaborð á vef Inclusive Technology Örtækni tekur að sér að sérpanta vörur m.a. frá Inclusive Technology.

Lyklaborð sem birtast á skjánum

Skjályklaborð er lyklaborð sem birtist á skjá tölvunnar og kemur í stað hefðbundins lyklaborðs. Hægt er að stjórna skjályklaborði með mús, höfuðmús, stýripinna o.fl.

Onscreenkeys skjályklaborð.
Í forritinu er innbyggt flýtiorðasafn sem kemur með tillögur að orðum um leið og skrifað er. Forritið lærir á ritstíl notandans og bætir við nýjum orðum í safnið. Helstu músarskipanir eru einnig á skjánum. Hentar vel fyrir þá sem ekki ráða við hefðbundið lyklaborð en ráða vel við músahreyfingar.
 
Click-N-Type

ókeypis íslenskt skjályklaborð sem hlaðið er niður af netinu ásamt íslensku orðasafni. Fyrst er skjályklaborðinu hlaðið niður og síðan íslenska  orðalistanum. Hentar vel fyrir þá sem ekki ráða við hefðbundið lyklaborð en ráða vel við músahreyfingar.

Forrit - Flýtiorðasafn

Forritið LetMeType er sniðugt orðasafn eða spáritun sem er ókeypis og er hlaðið niður í PC tölvu. Það safnar saman orðum sem þú skrifar vinnur í bakgrunninum og fer síðan að koma með uppástungur að því sem þú ert væntanlega að fara að skrifa. Þarf þá ekki að skrifa heilu orðin heldur bara byrja á orði. Hentar t.d. þeim sem skrifa hægt á tölvu vegna hreyfihömlunar.

Lyklaborð, límmiðar og vélritun


Límmiðar á lyklaborð
með stórum stöfum sem límdir eru á hefðbundið lyklaborð. Söluaðili Örtækni

 Jumbo XL með stórum stöfum og skjálftafílter.
 Fæst bæði í lit en einnig í svart/hvítu. Söluaðili Örtækni

Comfort Keyboard lyklaborð hlutað í 3 stillanlega fleti.

TypingTutor. Vélritunaræfingar í einföldu viðmóti. Hægt að velja íslenskt lyklaborð, stækka letur, breyta litum ofl. Hægt að hlaða niður í eigin tölvu til prufu.

One Hand Typing Tutor. Vélritunaræfingar fyrir þá sem nota aðra höndina. Hægt að velja íslenskt lyklaborð, stækka letur, breyta litum ofl. Hægt að hlaða niður í eigin tölvu til prufu.