Tækni í lestri og ritun

Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja nýta sér og/eða kynna sér möguleika tækni í lestri og ritun.


Á námskeiðinu er kynnt  hvernig nemendur, kennarar og aðrir sem glíma t.d. við lesblindu geta nýtt sér tækni.

Námskeiðsþættir:

  •  Hvað er talgervill og hvað felst í því að lesa með talgervli.
  •   Farið í talgervla forritið IvonaReader og Mini Reader. Einnig  verða sýnd önnur forrit.
  •  PDF lesarinn FoxitReader kynntur en forritið hentar vel til eyðufyllingar t.d. í vinnubækur.
  •  Farið í iOS  öppin Voice Dream Reader fyrir upplestur á íslensku og  Voice Dream Skanner til að skanna inn íslenskan texta til að fá hann upplesinn.
  •  iPad, gagnlegar stillingar og lyklaborðið Gboard fyrir spjöld og snjallsíma.
  • Talgervlar í Android tækjum
  •  Raddinnsláttur og lyklaborð með spáritun í Google.

Markhópur námskeiðsins: Kennarar og annað fagfólk, fólk með lesblindu, foreldrar og allir aðrir áhugasamir.

Þátttakendur geta komið með fartölvu og iPad eða Android vél. Þó ekki nauðsynlegt.
Sendur verður tengill á forrit sem hægt er að hlaða niður fyrir námskeiðið.

Minnum á að hægt er að sækja um endugreiðslu til stéttarfélaga vegna námskeiða hjá TMF.

Það er hægt að óska eftir námskeiði á öðrum tíma. Lágmark 5 þátttakendur.
Bjóðum einnig upp á að halda námskeið í skólum og stofnunum.

ATH Ef annar aðili á að greiða fyrir námskeið sem ekki gefur kost á að greiða námskeið fyrirfram eða með kreditkorti (sveitarfélög og stofnanir) er valið Greiðandi annar en þátttakandi og greiðsluleiðin millifærsla valin. Þá er sendur út greiðsluseðill eftir námskeið.


Tölvan sem verkfæri - námskeið

Heiti Dagsetningar Verð Staðsetning Skráning
Tækni í lestri og ritun 22. jan. 2020 7.000 TMF Tölvumiðstöð Skrá