Tækni í lestri og ritun

Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja nýta sér og/eða kynna sér möguleika tækni í lestri og ritun.

Markhópur námskeiðsins: Kennarar og annað fagfólk, fólk með lesblindu, foreldrar og allir aðrir áhugasamir.
Lesa-tal

Námskeiðsþættir: 

  • Aðgengismöguleikar í Microsoft 365. Upplestur með talgervla-röddunum Guðrúnu og Gunnari. Skoðum möguleikana í Word í tölvu og appinu Word í iPad.
  • Aðgengilegt lestrarumhverfi/Immersive Reader sem er Microsoft verkfæri í Word, Edge vafranum og í viðbótinni Helperbird sem er aðgengileg í öllum vöfrum.
  • Helperbird viðbót í vafra með ýmsum stillingum á vefsíðum og upplestri og raddinnslætti. Skoðum Helperbird í Chrome varfanum og í Safari í iPad.
  • iPad gagnlegar stillingar
  • Ritvinnsluforritin Pages og Word í iPad og hvernig má taka upp tal og fá texta lesinn upp með talgervli. Kynnt hvernig nota má lyklaborðsappið Gboard og lyklaborðsappið SwiftKey.
  • Skoðum hvernig má fá texta skannaðan inn og upplesinn á íslensku í iPad og snjallsímum.
  • Skoðum verkfærið yfirlestur á texta hjá fyrirtækinu Miðeind.
  • Skoðum raddinnslátt í Google skjölum

  • Kennari Sigrún Jóhannsdóttir talmeinafræðingur og framkvæmdastjóri TMF 

Þátttakendur taka gjarnan með á námskeiðið fartölvu og iPad. Þó ekki skilyrði. Hægt er að fylgjast með en  gagnlegt er að prófa sig áfram á staðnum.

Sendar verða upplýsingar um öpp sem má hlaða niður fyrir námskeiðið.

Minnum á að hægt er að sækja um endurgreiðslu til stéttarfélaga vegna námskeiða hjá TMF.


Tækni í lestri og ritun

Ekkert námskeið í boði að svo stöddu.