Tækni í lestri og ritun

Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja nýta sér og/eða kynna sér möguleika tækni í lestri og ritun.

Á námskeiðinu er kynnt hvernig nemendur, kennarar og aðrir sem glímaTexti-tal
t.d. við lesblindu geta nýtt sér tækni.

Námskeiðsþættir: 

  • Hvað er talgervill og hvað felst í því að lesa með talgervli.
  • Farið í talgervla forrit eins og IvonaReader og Mini Reader.
  • Farið í ókeypis viðbótina Read Aloud í Chrome vafranum með íslenskum röddum Karl og Dóru.
  • Farið í nýjar talgervlaraddir í Microsoft Edge vafranum og Microsoft forritum, Office 365.
  • iPad, gagnlegar stillingar og lyklaborðið Gboard fyrir spjöld og snjallsíma.
  • Símarómur talgervill fyrir íslensku á Android síma og spjaldtölvur.
  • Raddinnsláttur og lyklaborð með spáritun í Google. Raddinnsláttur með Tiro tiro.is
  • Skoðum iOS öppin Voice Dream Reader fyrir upplestur á íslensku og Voice Dream Skanner til að skanna inn íslenskan texta til að fá hann upplesinn.

Markhópur námskeiðsins: Kennarar og annað fagfólk, fólk með lesblindu, foreldrar og allir aðrir áhugasamir.

Þátttakendur taka gjarnan með á námskeiðið fartölvu og iPad. Þó ekki skilyrði. Hægt að fylgjast með en er gagnlegt að prófa sig áfram á staðnum.
Sendar verða upplýsingar um öpp sem má hlaða niður fyrir námskeiðið.

Minnum á að hægt er að sækja um endugreiðslu til stéttarfélaga vegna námskeiða hjá TMF.


Tölvan sem verkfæri - námskeið

Ekkert námskeið í boði að svo stöddu.