Forrit

Hægt er að panta tíma hjá TMF og fá ráðgjöf varðandi notkun ýmissa forrita. Til er gott úrval af vönduðum forritum sem henta börnum sérstaklega en einnig eru ýmis forrit sem henta eldri börnum, einstaklingum með lesblindu eða skriftarerfiðleika.

Boardmaker forritið er myndrænn gagnagrunnur
með rúmlega 4000 myndum
(Picture Communication Symbols) og fjölda myndaramma sem notaður er til að búa til margvíslegar tjáskiptatöflur og verkefni.
Með Boardmaker Plus er hægt að búa til ganvirk verkefni með texta, myndum,tali og hljóði. Hægt að óska eftir námskeiði í Boardmaker sjá nánar undir námskeið. Söluaðili A4 Skóli.

Tobii Communicator Tjáskiptaforrit fyrir PC tölvur og Windows spjaldtölvur.
SymbolStix myndasafn fylgir hægt að búa til margvíslega tjáskiptatöflur með myndum, texta og tali.
Söluaðili Öryggismiðstöðin
 
Forritið Clicker er margmiðlunarforrit.
Stórt myndasafn fylgir forritinu en einnig eru notaðar eigin myndir. Þá er hægt að hljóðsetja orð og myndir á einfaldan og skemmtilegan hátt. Hægt að óska eftir námskeiði í Clicker. Söluaðili A4 Skóli
 
Saida flýtiorðasafn hentar vel þeim sem skrifa mjög hægt vegna hreyfihömlunar eða annarra erfiðleika eins og t.d. lesblindu. Saida vinnur vel á íslensku. Hafið samband við TMF Tölvumiðstöð til að fá sendan íslenskan orðalista til að setja upp í Saida. Hægt að panta beint eða í gegnum Örtækni.

Foxit Reader. PDF lesari
Með Foxit Reader er hægt að skrifa beint inn á PDF skjöl eins og t.d. vinnubækur frá Námsgagnastofnun.
Ef nemandi er með íslenskan talgervil í tölvunni sinni getur hann fengið fyrirmæli lesin upp fyrir sig. Aðgangur að námsefni á ráfrænu formi frá Námsgagnastofnun fæst hjá Guðríði Skagfjörð (gurry(hjá)nams.is) sjá nánar um pdf bækur á nams.is.  Að koma sér af stað í Foxit Reader stuttur leiðarvísir.

Ivona Reader forrit með  íslensku talgervils röddunum Karl og Dóru
 Lánþegar Hlóðbókasafnsins fá Ivona Reader forritið frítt úthlutað aðrir geta keypt forritið hjá Blindrafélaginu sem  er söluaðili. Nánari upplýsingar hjá Blindrafélaginu. TMF heldur námskeið í Ivona Reader forritinu.

 EasyTutor er forrit sem hannað er fyrir einstaklinga með lestrarerfiðelika. Sérstaklega gagnast EasyTutor námsmönnum á öllum skólastigum, fólki á almennum vinnumarkaði, í þjálfun og heima. Tölvunotendur geta skrifað, lesið, skoðað og yfirfarið texta með röddum sem eru innbyggðar í hugbúnaðinn. Tvær raddir fylgja með, íslenska og enska. Söluaðili Örtækni.

Púki 2013 er ritvilluvörn , beygingaforrit og samheitaorðasafn Hannað fyrir Office hugbúnaðarpakkann frá Microsoft.