Rofar

Hægt er að stjórna tölvu með einum eða fleiri rofum. Þegar stjórnað er með einum rofa er oftast unnið í forritum þar sem myndir eru byggðar upp stig af stigi. Til að tengja rofa við tölvu þarf einhverskonar millibox eða tengibox. Gott yfirlit yfir rofa og tengingar á vef Inclusive Technology 

Simple switch box. Millibox fyrir tvo rofa sem virka fyrir bilstöng og enter á lyklaborðinu. 

 MultiSwitch. Millibox fyrir allt að sex rofa. Búið er að setja inn stillingar fyrir mismunandi rofastýringar helstu forrita á markaði. Á mjög auðveldan hátt er hægt að setja inn stillingar fyrir önnur forrit. MultiSwitch rofaboxið er auðvelt og aðgengilegt fyrir rofanotendur og veitir möguleika á stýringu á fleiri hnöppum en bilstöng og enter.    Jelly Bean rofar fást í þremur mismunandi stærðum frá AbleNet.  


Rofastýrð forrit Jigsaw Maker 2 og Switchit Maker 2

PowerLink, millibox frá Inclusive Technology til að rofastýra rafmagnstækjum.