Bitsboard pro app fyrir iPad
Kennt á helstu þætti í Bitsboard pro - app til að búa til margvísleg kennsluefni í ritun og málörvun á íslensku (og ensku).Er fyrir leikskóla og upp úr. Bitsboard pro- app fyrir iPad. Lærðu að búa til eigin borð.
Námskeiðsþættir:
- Hlaða niður borðum og breyta borðum.
- Búa til ný borð.
- Stilla borð fyrir mismunandi notendur.
- Stilla einstök verkefni.
- Helstu aðgerðir í verkefnum.
- Að deila borðum.
- Snjallar hugmyndir að verkefnum.
Sérstök áhersla er lögð á að kenna að breyta borðum og búa til eigin borð frá grunni. Íslenskur leiðarvísir fylgir.
Minnum á að hægt er að sækja um endugreiðslu til stéttarfélaga vegna námskeiða hjá TMF.
Það er hægt að óska eftir námskeiði á öðrum tíma. Lágmark 5 þátttakendur.
Bjóðum einnig upp á að halda námskeið í skólum og stofnunum.
ATH Ef annar aðili á að greiða fyrir námskeið sem ekki gefur kost á að greiða námskeið fyrirfram eða með kreditkorti (sveitarfélög og stofnanir) er valið Greiðandi annar en þátttakandi og greiðsluleiðin millifærsla valin. Þá er sendur út greiðsluseðill eftir námskeið.
Hægt að óska eftir námskeiði. Lágmarksþáttaka eru fimm. Einnig hægt að fá námskeið út í skóla þar er eitt verð óháð fjölda. Netfang til að óska eftir námskeiði sigrun@tmf.is