Að skrifa sig til læsis - ASL

Å skrive seg til lesing - á lyklaborði

Skrifa og lesa í stað lesa og skrifa er kennsluaðferð  þar sem nemendur nota tölvu til að læra stafina og skrifa út frá tali og læra um leið að lesa. Nemendurnir búa til bækur/hefti með stöfum, orðum og síðan sögum. Mikil áhersla er lögð á munnlega tjáningu nemenda, skriflega tjáningu, tjáningu með teiknuðum myndum, lestur bóka og færni í upplýsingatækni í öllum fögum.  Það sem okkur á TMF Tölvumiðstöð finnst afar jákvætt er að aðferðin virðist minnka erfiðleika tengda lesblindu, hún hentar vel þeim sem eru með skerta fínhreyfingar eða eru seinir til, nemendur með ADHD og nemendur á einhverfurófi gagnast aðferðin einnig afar vel.

Fyrirlestur Ericu Lövgren á Grand hóteli 16. apríl 2015. Glærusafn Ericu er hægt að sækja hér.

Íslensk Facebook síða um Að skrifa sig til læsis.  Grein um ASL í Kvennablaðinu

Heimasíða Arne Trageton höfundar Å skrive seg til lesing

Síða Ericu Lövgren

Rannsókn á ASL-  iWTR Write to Read

Yfirlitssíða um: å skrive seg til lesing /Að læra að lesa með því að skrifa (á lyklaborð). Sænsk síða

Sænsk YouTube myndbönd um Skriva sig till läsning